ENDURFUNDIR
Endurfundir - RHS 78´- 79´ og 79´- 80´
Endurfundir þeirra sem voru í Reykholtsskóla veturna 1978 - 1979 og 1979 - 1980.


HVERNIG
Við mætum í AKÓGES salinn í Lágmúla 4 í Reykjavík, laugardagskvöldið 25. október n.k. Klukkan 19:00 Borðhald hefst klukkan 20:00. Steikarhlaðborð að hætti kokksins, kaffi og konfekt á eftir. Bar verður opinn þar sem allir helstu drykkir eru í boði, bæðu áfengir sem óáfengir. Tónlist endurfundanna spiluð af hljómplötum.


KOSTNAÐUR
Gera má ráð fyri að kostnaður verði um 10.000 ISK á mann. Því fleiri sem koma, því minni kostnaður er á mann. Fastur kostnaður er salaleigan og starfsfólk. Lágmarksfjöldi er 40 manns. Og þeim fjölda verður að ná fyrir 1. júní. Annars verður ekkert af endurfundunum. Svo að það er algjörlega undir ykkur komið, kæru vinir, hvað verður.


HVAÐ
Við ákváðum að fara þá leið núna að hittast í sal í Reykjavík eina kvöldstund, í stað þess að hafa endurfundina í okkar gamla Reykholtsskóla. Eflaust munu margir sakna þess að vera ekki í Reykholti, en á móti kemur að margir búa á Stór-Reykjavíkur svæðinu og það ætti að gera hlutina auðveldari. Og með því að hafa góðan fyrirvara á atburðinum, er fullvíst að fleiri geta komið.